Á leið sinni í undarúrslit hefur KA/Þór meðal annars lagt úrvalsdeildarlið Gróttu að velli en FH verður erfiðari biti að sögn hins þrautreyndar þjálfara Jóhannesar Bjarnasonar, sem aðstoðar Stefán á ýmsan hátt við þjálfun KA/Þórs-liðsins en að auki situr hann stjórn félagsins. „FH er töluvert sterkara lið en Grótta, ég tel samt að það sé alveg ágætis möguleiki fyrir hendi að leggja þetta lið með góðum stuðningi áhorfenda og góðum leik okkar stúlkna. Þessi sömu lið mættust í unglingaflokki um helgina og þar unnu stelpurnar okkar með 10 marka mun, í þeim leik spiluðu í báðum liðum margir þeirra leikmanna sem spila á laugardag. Þetta gefur okkur því ástæðu til að ætla að við eigum fína möguleika í leiknum," segir Jóhannes.
Stefán samsynnti lærimeistara sínum. „Við eigum góða möguleika í þessum leik ef liðið spilar af bestu getu. Þó svo að við séum kannski ekki akkúrat núna með lið sem á erindi í efstu deild þá eru góðir möguleikar í þessum leik og það er svo sannarlega ætlunin í framtíðinni að spila meðal þeirra bestu".
Þegar Jóhannes var spurður um framtíðaráform sagði hann að líklega léki liðið í efstu deild næsta vetur og verði þá styrkt verulega. Yngri flokkar liðsins séu mjög efnilegilegir og ætlunin sé svo sannarlega að blása til sóknar í kvennahandbolta á Akureyri og sú sókn sé þegar hafin.