KA/Þór leikur á ný í efstu deild
Kvennahandboltalið KA/Þórs mun á næsta vetri taka þátt í efstu deild kvenna á nýjan leik eftir árs fjarveru. Erlingur
Kristjánsson er einn af stjórnarmönnum og helstu aðstandenum liðsins og í samtali Vikudags við hann kemur í ljós að metnaðarfullar
hugmyndir eru í gangi varðandi liðið.
„Stefna okkar er að ráða spilandi þjálfara, þ.e. öflugan leikmann sem getur þjálfað líka. Hann getur hvort sem er
verið íslenskur eða erlendur. Þar að auki viljum við fá 2 - 3 aðra leikmenn til liðsins sem koma með einhverja reynslu í hópinn.
Ætlunin er samt sem áður áfram að byggja liðið í kringum núverandi 3. flokk sem varð í 3.sæti Íslandsmótsins í
vetur,” sagði Erlingur en nánar er rætt við hann í Vikudegi nk. fimmtudag.
Nýjast