Bergvin á von á að uppskera í haust verði í slöku meðallagi, en enn sé þó einhver von um að úr geti ræst, það fari eftir veðri nú síðsumars. „Við eigum þó ekki endilega von á að það verði miklar breytingar og að uppskera verði minni en var í fyrrahaust," segir Bergvin. Nokkrir kartöflubændur í Eyjafirði hafa tekið upp eitthvert smáræði, svona rétt til að skoða og senda fyrsta skammt í verslanir, enda bíða margir spenntir eftir nýrri kartöfluuppskeru á þessum árstíma.