Fram kemur í dómi að þau hafi verið par á þeim tíma sem brotin áttu sér stað og séu enn. Með athæfinu hefur ákærði brotið gegn hegningarlögum en kynferðislegur lágmarksaldur er miðaður við fimmtán ár. Refsilágmark vegna brota gegn nefndri málsgrein er eins árs fangelsi. Ákærði er dæmdur til að greiða allan sakarkostnað upp á 426.906 krónur.