Karl Frímannsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar og tekur við starfinu af Soffíu Vagnsdóttur. Karl er fæddur árið 1959 og er með meistarapróf í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri þar sem lokaverkefni hans fjallaði um ábyrgð skólastjóra grunnskóla.
Hann starfaði síðast sem aðstoðamaður mennta- og menningarmálaráðherra en hefur áður verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit og skólastjóri Hrafnagilsskóla í sama sveitarfélagi. Karl hefur áður starfað hjá Akureyrarbæ sem þróunarstjóri og sem fræðslustjóri.
Karl mun taka til starfa fljótlega, segir á vef Akureyrarbæjar.