KA vann Þór í úrslitum Hleðslumótsins

Hallgrímur Mar Steingrímsson var á skotskónum með KA í dag.  Mynd: Þórir Tryggvason.
Hallgrímur Mar Steingrímsson var á skotskónum með KA í dag. Mynd: Þórir Tryggvason.

KA lagði Þór að velli, 3-2, í úrslitaleik Hleðslumóts karla í knattspyrnu í Boganum í dag. Janez Vrenko og Sveinn Elías Jónsson skoruðu mörk Þórs í leiknum en Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði tvívegis fyrir KA og Ævar Ingi Jóhannesson eitt mark. KA fékk draumabyrjun og komst yfir strax á annarri mínútu leiksins með marki frá Ævari Inga, en Vrenko jafnaði fyrir Þór fimm mínútum síðar. Hallgrímur Mar kom KA yfir á ný á 38. mínútu leiksins og staðan 2-1 í hálfleik, KA í vil. Sveinn Elías jafnaði fyrir Þór á 58. mínútu í seinni hálfleik en Hallgrímur Mar skoraði sigurmark KA þremur mínútum fyrir leikslok.

Í leiknum um þriðja sætið mættust Dalvík/Reynir og Magni þar sem Magni sigraði eftir vítaspyrnukeppni, 6-4. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2. Gunnar Magnússon og Hermann Albertsson skoruðu mörk Dalvíkur/Reynis en Hreggviður Gunnarsson og Arnar Logi Valdimarsson mörk Magna. Í vítaspyrnukeppninni skoruðu þeir félagar Gunnar Magnússon og Hermann Albertsson aftur fyrir Dalvík/Reyni en Davíð Oddsson, Kristján Sindri Gunnarsson, Pálmar Magnússon og Sigþór Baldursson fyrir Magna. Atli Már Rúnarsson varði tvær vítaspyrnu í marki Magna og var maður leiksins.

Nýjast