KA tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu deildarinnar í síðasta leik þegar liðið lá gegn nágrönnum sínum í Þór og ljóst að lítið annað en sigur kemur til greina fyrir KA- menn í kvöld, ætli þeir sér ekki að missa af lestinni í bili. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15.
Þá mætast ÍR og Þór á ÍR- vellinum í kvöld en Þór er á blússandi siglingu í deildinni og hefur unnið fjóra leikið í röð. Með sigri í kvöld og hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum getur Þór blandað sér í toppbaráttuna í deildinni. Tveir lykilmenn í liði Þórs verða í banni í leiknum gegn ÍR í kvöld, þeir Aleksandar Linta og Sveinn Elías Jónsson.
Leikur ÍR og Þórs hefst kl. 18:30.