Það má búast við hörkuslag á Akureyrarvelli í kvöld þegar KA fær ÍR í heimsókn í 9. umferð 1. deildar
karla í knattspyrnu. KA hefur verið á góðu skriði í deildinni og er enn taplaust. Fyrir leikinn munar tveimur stigum á liðunum, KA er í
þriðja sæti með 14 stig en ÍR hefur 12 stig í sjötta sæti. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15.