Stjarnan vann KA nokkuð auðveldlega, 3-0, er liðin mættust í Ásgarði í Garðabæ sl. helgi í Mikasa-deild karla í blaki. Stjarnan vann hrinurnar með tölunum 25-12, 25-14 og 25-11. Hilmar Sigurjónsson, leikmaður Stjörnunnar og fyrrum leikmaður KA, skoraði tíu stig fyrir heimamenn í leiknum en hjá KA skoruðu þeir Benedikt Valtýsson og Árni Björnsson fjögur stig hvor. KA mætti einnig liði Þróttar þessa sömu helgi og tapaði þeim leik einnig, 0-3, en hrinurnar fóru 25-21, 25-16 og 25-21. Stjarnan er efst í deildinni með 21 stig eftir níu leiki en HK er í öðru sæti með 16 stig eftir átta leiki. Þróttur Reykjavík hefur 14 stig eftir tíu leiki og KA-menn eru í fjórða og neðsta sæti með þrjú stig eftir níu leiki.