KA tapaði en Þór sigraði

Frá leik KA og Stjörnunnar í Boganum.
Frá leik KA og Stjörnunnar í Boganum.

KA tapaði naumlega fyrir úrvalsdeildarliði Stjörnunnar, 2-3, er liðin áttust við í Boganum í fyrstu umferð Lengjubikars karla í knattspyrnu sl. helgi. Ómar Friðriksson og Elmar Dan Sigþórsson skoruðu mörk KA en Halldór Orri Björnsson skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna og Garðar Jóhannsson eitt mark. Þórsarar hófu hins vegar keppnina með sigri gegn liði Hattar, 2-1, en leikið var á Egilstöðum. Sigurður Marinó Kristjánsson skoraði fyrir Þór en annað mark norðanmanna var sjálfsmark. Mark Hattar skoraði Stefán Þór Eyjólfsson.

Nýjast