KA sækir Víking R. heim í kvöld

KA og Víkingur Reykjavík eigast við í kvöld á Víkingsvelli í 1. deild karla í knattspyrnu. KA er á mikilli siglingu í deildinni, hafa unnið tvo leiki í röð og eru enn taplausir.

Fyrir leikinn munar átta stigum á liðinum, KA hefur 17 stig í þriðja sæti deildarinnar en Víkingur vermir níunda sætið með níu stig.

Það er afar mikilvægt fyrir KA að landa sigri í kvöld til þess að halda sér í toppbaráttunni. Leikurinn hefst kl. 20:00.

Nýjast