Fannar Þór Arnarsson fékk þá fínt færi inn í teig KA- manna en skot hans var slakt og fór framhjá markinu. Jafnræði var með liðinum í byrjun leiks og fór leikurinn ágætlega af stað. Fyrsta færi KA í leiknum fékk Haukur Heiðar Hauksson á 11. mínútu er hann átti skalla rétt framhjá marki gestanna eftir aukaspyrnu frá Dean Martin.
Aðeins mínútu síðar fékk Helgi Pétur Jóhannsson dauðafæri fyrir gestina en skot hans af stuttu færi inn í teig heimamanna fór yfir markið. Eftir þetta datt leikurinn niður og einkenndist af miðjumoði, allt þar til fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá fékk Helgi Pétur Jóhannsson sendingu fyrir mark KA og núna brást honum ekki bogalistinn og skot hans af stuttu færi endaði í marki heimamanna.
Staðan í hálfleik, 1-0 Leikni í vil.
Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað. KA- menn reyndu að koma sér betur inn í leikinn en það gekk erfiðlega og fátt sem gekk upp hjá heimamönnum í kvöld. Á 55. mínútu kom annað mark gestanna. Sandor Matus í marki KA varði skot frá leikmanni Leiknis út í teiginn en Kristján Páll Jónsson náði frákastinu og kom boltanum í netið. Staðan 2-0 fyrir Leikni og útlitið svart fyrir KA- menn.
Leikurinn var afar tíðindalítill eftir annað mark Leiknis og KA- menn náðu lítið sem ekkert að ógn marki gestanna það sem eftir lifði leiks. Lokatölur á Akureyrarvelli því 2-0 sigur Leiknis R. og KA því búið að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni. Eftir leiki kvöldsins er KA komið niður í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig en Þór er í níunda sæti með 18 stig.