KA og Þór í eldlínunni á morgun

KA og Þór verða bæði eldlínunni á morgun í 1. deild karla í knattspyrnu. KA sækir ÍR heim á ÍR- völlinn en Þór tekur á móti Fjarðarbyggð á Þórsvellinum.

„Mér líst bara sæmilega á leikinn gegn Fjarðabyggð og það verður gott að vera á heimavelli,” segir Páll Viðar Gíslason, aðstoðarþjálfari Þórs, m.a. um leikinn gegn Fjarðabyggð á morgun.

Steingrímur Örn Eiðsson, aðstoðarþjálfari KA, segir sína menn spennta fyrir leiknum gegn ÍR. Leikurinn leggst vel í okkur og okkur hlakkar bara til að mæta þeim og við ætlum okkur að taka þann leik," segir Steingrímur m.a.

Leikirnir hefjast báðir kl. 18:30.

Nánar um leikina í Vikudegi í dag.

Nýjast