KA og Haukar leika í Boganum

Áfram er hringlað með leikstaði knattspyrnuliða á Akureyri. Nú er búið að færa leik KA og Hauka í 1. deild karla á fimmtudaginn kemur inn í Bogann, en KA hafði óskað eftir að fá að spila á Þórsvelli sem var samþykkt, þar sem Akureyrarvöllur er ekki tilbúinn. Það var hins vegar ósk KA-manna sjálfa að færa leikinn inn í Bogann og því ekki vegna veðurs eða vallarskilyrða sem þessi breyting fer fram. Engar breytingar eru á leik Þórs/KA og Fylkis í Pepsi-deild kvenna sem fram fer á Þórsvelli annað kvöld.

Nýjast