KA fær Selfoss í heimsókn í dag er liðin mætast á Akureyrarvelli í 1. deild karla í knattspyrnu. Selfoss er á toppi
deildarinnar með 26 stig en KA er í sjötta sæti með 17 stig. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir KA að ná
hagstæðum úrslitum úr leiknum í dag, ætli liðið sér ekki dragast aftur úr í toppbaráttu deildarinnar. Leikurinn hefst kl.
14:00. Þá sækir Þór ÍA heim á Skagann seinna í dag en sá leikur hefst kl. 16:00.