KA leikur til úrslita í blakinu

KA leikur til úrslita í karlaflokki á Asicsbikarnum í blaki í dag eftir sigur gegn HK í undanúrslitum í Laugardalshöllinni í gær, 3-1. Í hinni undanúrslitaviðureigninni vann Stjarnan lið Aftureldingar og því mætast KA og Stjarnan í úrslitum annað árið í röð, en KA hefur titil að verja á mótinu.

Í kvennaflokki mætast Afturelding og Þróttur N. en Þróttur lagði Eik frá Akureyri örugglega að velli í undanúrslitum í gær, 3-0. Úrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni í dag og hefst kvennaleikurinn kl. 13:30 en karlaleikurinn hálftíma eftir að kvennaleiknum lýkur.

Nýjast