KA leikur til úrslita í Mikasa-deild karla í blaki eftir sigur gegn Stjörnunni í kvöld, 3-2, en leikið var í Ásgarði í Garðabæ. Stjarnan byrjaði betur og vann fyrstu tvær hrinurnar en þá spýttu norðanmenn í lófana og unnu síðustu þrjár hrinurnar. Það verða því KA og HK sem leika til úrslita í karlaflokki.