Valinn hefur verið 14 manna hópur fyrir U- 17 ára landslið Íslands í handbolta sem keppir á Ólympíuleikum æskunnar í
Finnlandi en leikarnir fara fram í júlí. Tveir ungir og efninlegir KA- menn voru valdir í hópinn, þeir Guðmundur Hólmar Helgason og Ásgeir
Jóhann Kristinsson. Strákarnir voru báðir á yngra ári í 3. flokki í vetur en auk þess léku þeir báðir með 2.
flokki hjá Akureyri Handboltafélag.
Þá mun hinn 16 ára gamla júdókona Helga Hansdóttir keppa á leikunum. Þrátt fyrir ungan aldur er Helga í öðru sæti
yfir stigahæstu konur á stigalista Júdósambandsins á Íslandi og er ein efninlegasta júdókona landsins.