KA er bikarmeistari í karlaflokki í blaki og Afturelding sigraði í kvennaflokki en leikið var til úrslita í Asicsbikarnum í Laugardalshöllinni í dag. Þetta er þriðji bikartitill KA í röð en Afturelding var að vinna sinn fyrsta titil. KA lagði Stjörnuna að velli í úrslitum í karlaflokki, 3-1, en í kvennaflokki sigraði Afturelding lið Þróttar frá Neskaupsstað örugglega, 3-0.