Jötnar taka á móti SR í kvöld

Mynd: Elvar Freyr Pálsson.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson.

Íslandsmót karla í íshokkí byrjar af krafti á nýju ári eftir jólafrí og fara tveir leikir fram í Skautahöllinni á Akureyri næstu tvo daga. Skautafélag Reykjavíkur sækir SA Jötna heim í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:30. SR hefur 19 stig í þriðja sæti deildarinnar en hefur leikið fjórum leikjum minna en topplið Bjarnarins og einum leik minna en SA Víkingar sem eru í öðru sæti. SR hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu átta og virðast ógnarsterkir í ár. SA Jötnar hafa hins vegar tapað fyrstu átta leikjum sínum af ellefu og hafa sjö stig í næstneðsta sæti.

Á laugardaginn taka SA Víkingar á móti Húnum kl. 18:00. Húnar eru í neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig en Víkingar mega alls ekki við því að misstíga sig á heimavelli í harðri toppbaráttunni

Nýjast