Jörð skelfur á Akureyri

Akureyri. Mynd úr safni.
Akureyri. Mynd úr safni.

Tveir jarðskjálftar fundust í Eyjafirði og á Akureyri nú rétt fyrir klukkan 10 í morgun. Ekki eru komnar nákvæmar tölur frá Veðurstofunni, en stærri skjálftinn hefur verið staðfestur og talinn vera um 2,7 stig á Richterskala. RÚV sagði fyrst frá Þessu

Hinn var öllu minni eða um 0,2 stig. Upptök skjálftanna voru 11 kílómetra SSV af Grenivík. Sá minni var klukkan 9:41 og sá stærri klukkan 9:44. Stærri skjálftinn fannst greinilega á svæðinu.

Fréttin hefur verið uppfærð: 

Skjálftarnir voru öllu stærri en í fyrstu var talið, sá minni var 1,1 að stærð og sá stærri 3,5.

Nýjast