Jónatan snýr aftur- Guðlaugur og Hörður veikir

Jónatan Þór Magnússon snýr aftur í lið Akureyrar Handboltafélags þegar liðið mætir Haukum á Ásvöllum í kvöld í 2. umferð N1- deildar karla í handbolta, en Jónatan missti af leiknum gegn Val vegna ökklameiðsla. Hins vegar verða þeir Hörður Fannar Sigþórsson og Guðlaugur Arnarsson fjarverandi vegna veikinda, er segir á vef Akureyri Handboltafélags.

Leikur Hauka og Akureyrar verður sýndur í beinni útsendingu á sporttv.is og líkt og gegn Val um daginn verður leikurinn sýndur á stórum breiðtjöldum á efri hæðinni Greifans.

Leikurinn hefst kl. 18:30 í kvöld en útsending hefst korteri fyrr.

Nýjast