Jón á nafnaveiðum vegna Sögu Akureyrar

Jón Hjaltason leggur nú lokahönd á ritun 5. bindis Sögu Akureyrar. Undanfarna mánuði hefur hann verið á nafnaveiðum og orðið vel ágengt en skortir þó enn fáein nöfn. Vikudagur vill hlaupa undir bagga með söguritara og birta myndir í næstu tölublöðum með ósk um að menn snúi sér til Jóns (netfang; jonhjalta@simnet.is) ef þeir geta nafngreint einstaklingana sem á myndunum eru.  

Fyrsta myndin í þessari myndaröð er tekin við útskýnisskífuna á Hamarkotsklöppum við Brekkugötu sem Ferðafélag Akureyrar setti upp árið 1951.

Nýjast