Alberto flutti til Akureyrar síðasta haust til að kenna við Tónlistarskólann og vildi ólmur nýta sér langa reynslu sína af stórsveitarstússi. Því var ekkert annað í stöðunni en að drífa það af að stofna bandið að áeggjan Hjörleifs Arnar Jónssonar, skólastjóra TÓNAK, og Baldvin Esra, framkvæmdastjóra Kima. Verða þetta einu tónleikar Stórsveitarinnar þetta sumar því sumarleyfi eru að hefjast og meðlimir sveitarinnar munu tvístrast um allar jarðir. En strax aftur í haust verður hafist handa við tónleikahald og eru áætlanir uppi um reglulega stórsveitarviðburði, Akureyringum og nágrönnum og gestum bæjarfélagsins, vonandi til mikillar ánægju og yndisauka.
Stórsveit Akureyrar leikur að allskyns djass- og latíndjasslög, hvort sem þau hafa verið samin fyrir stórsveit eða útsett. Meðal laga á efnisskrá jómfrúartónleikanna eru; Eat that Chicken (Charles Mingus), Haitian Fight Song (Charles Mingus), A Night in Tunisia (Dizzy Gillesbie), Tijuana Gift Shop (Charles Mingus), To Brenda with Love (Paquito D'Rivera) og fleiri og fleiri.