Jeppi fór út af veginum við kirkjugarðinn á Akureyri klukkan hálf þrjú í dag. Eldri hjón voru í bílnum en þau sluppi bæði ómeidd. RÚV sagði fyrst frá þessu.
Mikil snjókoma og slæmt skyggni er nú á Akureyri og blindaðist ökumaðurinn. Hann taldi sig vera kominn að beygjunni en svo reyndist ekki vera og því fór sem fór. Bíllin skemmdist lítið sem ekki neitt. Lögregla, sjúkralið og slökkvilið voru kölluð á staðinn og dráttarbíll var fenginn til að ná jeppanum úr brekkunni.