Jafnt gegn Rússum- Oddur með eitt mark

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri gerði jafntefli við Rússa í gærdag á opna Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Gautaborg í Svíþjóð. Lokatölur voru 17-17 eftir að staðan í hálfleik var 7-7.

Akureyringurinn Oddur Grétarsson skoraði eitt mark fyrir Ísland í leiknum. Ísland leikur í dag gegn Sviss og Qatar.

Nýjast