Jafnt á Þórsvelli í kvöld

Þór/KA og Fylkir skildu jöfn, 3-3, er liðin mættust í kvöld í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu á Þórsvellinum. Fylkir komst 2-0 yfir í leiknum en Þór/KA jafnaði í 2-2 með mörkum frá Örnu Sif Ásgrímsdóttur og Bojönu Besic. Gestirnir komust yfir á nýjan leik þegar skammt var til leiksloka en Mateja Zver var hetja Þórs/KA er hún jafnaði metin í 3-3 á uppbótartíma.

Nánar verður fjallað um leikinn í Vikudegi á morgun.

Nýjast