13. nóvember, 2008 - 15:08
Nemendur í 8. bekk í Lundarskóla á Akureyri heimsóttu Jafnréttisstofu í vikunni en þau taka þátt í
þróunarverkefninu jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum. Tilgangur heimsóknar þeirra var að aðstoða starfsfólk
Jafnréttisstofu að telja og flokka nýútgefinn bækling um jafnrétti kynjanna.
Bæklingurinn verður sendur á heimili allra landsmanna og er ætlað að kynna lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.. Lögin standa
vörð um mikilvæg mannréttindi og eiga að tryggja að enginn sæti mismunun á grundvelli kynferðis síns.