Jafnrétti og skólastarf til umræðu í húsnæði VG

Berglind Rós Magnúsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri og doktorsnemi í menntunarfræðum við Cambridge-háskóla í Bretlandi mun vera með fyrirlestur um jafnrétti og skólastarf hjá VG á Akureyri í dag, fimmtudaginn15. mars kl 17.30. Jafnframt verða umræður á eftir. Berglind Rós vinnur nú að doktorsritgerð sinni sem fjallar m.a. um hvernig nýfrjálshyggja í menntun hefur áhrif á stéttaaðgreiningu, jafnrétti og fagmennsku í skólunum. Berglind Rós var ráðgjafi menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur frá 2009-2011 og var fulltrúi ráðherra í mótunnýrrar Aðalnámskrár. Jafnframt vann hún að fræðsluefni um jafnrétti kynja (Kynungabók) og stýrði hópi um þróun háskólastigsins.

 

 

Nýjast