Íslendingar unnu góðan sigur á Hvít-Rússum á EM í krullu

Íslendingar unnu góðan sigur á Evrópumótinu í krullu í dag þegar þeir lögðu Hvít-Rússa, 10-4. Liðið spilaði vel í dag, sérstaklega í síðari hluta leiksins. Þetta er annar sigur íslenska landsliðsins á mótinu en eftir sigur í fyrsta leik, komu þrír tapleikir röð. Sigurinn í seinni leik dagsins  var því kærkominn.  

Þegar leikurinn var hálfnaður var staðan jöfn, 3-3. Eftir leikhléið skoruðu Hvít-Rússar eitt stig í sjöttu umferðinni en þá sögðu Íslendingar hingað en ekki lengra og unnu næstu þrjár umferðir, skoruðu 7 stig í þessum þremur umferðum (fyrsta þristinn sinn í mótinu) og gerðu út um leikinn. Þegar níundu umferð lauk lögðu Hvít-Rússar niður vopnin, endanleg úrslit 10-4.

 Ísland 

 1

1

1

 3

 2

 2

 x

10

 Hvíta-Rússland

 1

 2

 1

 x

 4

Næsti leikur er gegn Austurríki í fyrramálið kl. 8. Erfiður leikur en samt möguleiki ef liðið spilar jafn vel og í dag.

Nýjast