Námskeiðsgjaldið er 1.000 krónur fyrir kvöldið en þeir sem koma bæði kvöldin greiða aðeins 500 krónur í seinna skiptið (aðeins tekið við peningum á staðnum). Þessi skemmtilega íþrótt verður kynnt, farið yfir helstu leikreglur og tækni og þátttakendum leiðbeint um grundvallaratriði íþróttarinnar. Skráning er í síma 824 2778 og í netfanginu haring@simnet.is. Námskeiðið er liður í því að fá nýtt fólk til liðs við Krulludeildina og efla þannig starfið. Jafnframt eru Íslandsmeistararnir á leið á Evrópumót í krullu sem fram fer í Aberdeen í Skotlandi dagana 4.-12. desember og er námskeiðið liður í fjáröflun liðsins fyrir þá ferð.