Á síðasta fundi framkvæmdaráðs var rætt um uppsögn þjónustusamnings um viðbúnaðarþjónustu á flugvellinum
á Akureyri. Fram kom að Isavia ohf stendur við uppsögn sína og tekur þann 1. desember nk. við þeim hluta í starfsemi flugvallarins sem nú
er sinnt að Slökkviliði Akureyrar.
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri mættu á fund framkvæmdaráðs
og gerðu grein fyrir viðræðum vegna þjónustusamnings við Isavia ohf.