Um síðustu áramót var jafnframt farið að sækja mjólk frá Akureyri vestur í Húnavatnssýslur. Við þá breytingu munu bætast við um 7,6 milljónir lítra á þessu ári en í Húnvatnssýslum stunda 54 bændur mjólkurframleiðslu. Í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum eru 168 bændur í mjólkurframleiðslu. Norðurmjólk og Mjólkursamsalan sameinuðust 1. janúar 2007 og rekur MS umfangsmikla starfsemi á Akureyri, þar sem starfa um 80 manns. Ekki stendur til að fækka fólki og frekar er unnið að því að stækka og efla starfsemina á Akureyri. Hins vegar er gríðarlega mikil eftirspurn eftir vinnu hjá fyrirtækinu, sem er fjórði stærsti launagreiðandi á Eyjafjarðarsvæðinu. Sölusvæði MS á Akureyri hafi verið stækkað mikið frá sameiningunni og nær nú frá Hrútafirði í vestri og austur á Djúpavog. Fyrir breytinguna náði sölusvæðið frá Siglufirði til Vopnafjarðar.