Ingibjörg Isaksen hefur tekið sæti Karels Rafnssonar sem aðalmaður í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar. Karel óskaði eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn vegna búferlaflutninga en hann leiddi F-lista í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010. F-listinn er með þrjá fulltrúa af sjö í sveitarstjórn. Ingibjörg Isaksen hefur jafnframt verið ráðin forstöðumaður íþróttamannvirkja og á síðasta fundi sveitarstjórnar var fyrirliggjandi starfslýsing samþykkt og sveitarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi við Ingibjörgu.