Íbúðalánasjóður leyst til sín 107 eignir á Akureyri

Íbúðalánasjóður hefur leyst til sín 107 eignir á Akureyri undanfarin rúm þrjú ár, eða á tímabilinu 1. janúar 2009 til 31. desember 2011. Búið er að selja 39 eignir en 16 þeirra voru í tveimur fjölbýlishúsum við Ásatún sem voru á byggingarstigi og ekki fullkláraðar þegar þær voru seldar. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði leysti sjóðurinn til sín alls 16 eignir árið 2009, 36 eignir árið 2010 og 55 eignir á liðnu ári, 2011.  Það sem af er þessu ári hefur sjóðurinn svo leyst til sín alls 7 eignir. Nú á Íbúðalánasjóður 66 eignir á Akureyri.  Þær skiptast  þannig að 17 voru áður í eigu einstaklinga og 49 í eigu lögaðila, ýmist leigufélaga eða byggingaraðila. 
Þá eru 54 þeirra í útleigu til aðila sem voru í eignunum þegar Íbúðarlánasjóður eignaðist þær en 12 eignir eru nýlega komnar í eigu sjóðsins og fara að nokkrum hluta í leigu til slíkra aðila.

Nýjast