Á fundinum gerir Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi og formaður vinnuhóps um skipulag Dalsbrautar, grein fyrir núverandi stöðu skipulagsins. Ómar Ívarsson frá X2 hönnun-skipulagi kynnir tillögu að skipulagi Dalsbrautar og tengsl við nærliggjandi svæði og Kristinn Magnússon frá Verkfræðistofu Norðurlands kynnir veghönnun Dalsbrautar. Að loknum framsögum verða opnar umræður og fyrirspurnir.