Skýrslan hefur legið frammi til kynningar frá 12. júlí 2011 á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss. Skýrslan var einnig auglýst í fjölmiðlum og bárust þrjár ábendingar. Í bókun skipulagsnefndar kemur fram að tekið verði tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar er varða matslýsingu í endanlegum gögnum. Ábendingum íbúa er vísað áfram til vinnuhópsins til frekari úrvinnslu. Skipulagsnefnd leggur til að haldinn verði íbúafundur um tillöguna þann 8. september nk. en afgreiðslu málsins var frestað að öðru leyti.