Frístundaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að mynda þriggja manna vinnuhóp til fara í þá vinnu að hefja kostnaðar- og þarfagreiningu á uppbyggingu 50 m innisundlaugar, en í starfsáætlun frístundaráðs Akureyrar fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir þeirri vinnu.
Ráðið felur deildarstjóra íþróttamála að leiða vinnuna og samþykkir jafnframt að skipa Arnar Þór Jóhannesson sem fulltrúa ráðsins í
vinnuhópnum.
Silja Dögg Baldursdóttir, formaður frístundaráðs, segir að 50 m innilaug hafa lengi verið til umræðu meðal sundfólks og almennings á Akureyri, og þá m.a. með tilliti til sundkennslu. Spurð um mögulega staðsetningu nýrrar innilaugar segir Silja aðallega tvo staði hafa verið nefnda, annars vegar við Sundlaug Akureyrar og hins vegar við Glerárlaug.
„En þetta er eitthvað sem vinnuhópurinn þarf að finna út hvað hentar betur. Við viljum kanna allt vel áður en ákvörðun um svona framkvæmd verð ur tekin,“ segir Silja.