Hyggja á samstarf við Vini Hlíðarfjalls um nýja stólalyftu

Mynd/Þröstur Ernir
Mynd/Þröstur Ernir

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að fela fjármálastjóra, forstöðumanni íþróttamála og forstöðumanni skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli að vinna að frekari útfærslu á kostnaðaráætlun og vinna drög að samningi við Vini Hlíðarfjalls um kaup og uppsetningu á lyftu og leggja fyrir fund bæjarráðs 12. janúar 2017.

Eins og fjallað var um Vikudegi fyrir skemmstu hafa Vinir Hlíðarfjalls sýnt því áhuga að koma að uppbyggingu og fjármögnun nýrrar lyftu í
Hlíðarfjall í nánustu framtíð í samstarfi við Akureyrarbæ og önnur fyrirtæki. Vinir Hlíðarfjalls hafa stutt við rekstur skíðasvæðisins frá árinu 2006
og nýverið viðraði félagið þá hugmynd við Akureyrarbæ að koma að fjármögnun og uppsetningu á stólalyftu. Slík lyfta gæti kostað hátt í 400 milljónir króna.

Nýjast