Hvernig leistu út nítjánhundruðsjötíu og eitthvað?

Ljósmyndasýningin Hvernig leistu út nítjánhundruðsjötíu og eitthvað? verður opnuð í vikunni fyrir verslunarmannahelgi. Þar verður hægt að sjá hvernig bæjarbúar litu út á árunum 1970-1979 og tilefnið er Abba þema helgarinnar.  

Þetta er einn liður í hátíðinni "Ein með öllu" og geta allir þeir sem vilja vera með í að gera lífið skemmtilegra, farið með mynd af sér til Þórhalls í Pedró eða Birgis í Ljósmyndabúðinni á Glerártorgi. Þeir sem eiga skannaðar myndir geta sent þær á myndir@netmynd.is. Allar nánari upplýsingar um "Ein með öllu" má finna á heimasíðu hátíðarinnar http://www.einmedollu.is/

Nýjast