Daniel Jason Howell sá til þess að KA fór með öll þrjú stigin úr viðureign Gróttu og KA á Gróttuvelli í gær
í 1. deild karla í knattspyrnu. Mörkin skoraði Howell á 23,. 41, og 83. mínútu. Með sigrinum fór KA í 23 stig í áttunda
sæti en Grótta hefur 19 stig í níunda sæti.