Hollvinasjóður að frumkvæði og framlagi 25 ára stúdenta við MA

Útskriftarárgangur MA árið 1984 ,sem í ár heldur upp á að 25 ár eru liðin frá brautskráningu úr skólanum, hefur stofnað  hollvinasjóð Menntaskólans á Akureyri sem ber nafnið Sjóður 25.

Hlutverk sjóðins er að styðja við þróun og nýsköpun í skólastarfi Menntaskólans á Akureyri. Sjóðnum er ætlað að vera stuðningur við þróunarstarf í MA en jafnframt vettvangur fyrir nemendur og starfsmenn að leita til um önnur mál tengd skólastarfinu.
Það er von stofnenda sjóðsins að hann verði vettvangur og farvegur fyrir fyrrum nemendur skólans og aðra hollvini hans að styrkja gott skólastarf enn frekar.

Nýjast