Hlutverk sjóðins er að styðja við þróun og nýsköpun í skólastarfi Menntaskólans á Akureyri.
Sjóðnum er ætlað að vera stuðningur við þróunarstarf í MA en jafnframt vettvangur fyrir nemendur og starfsmenn að leita til um önnur
mál tengd skólastarfinu.
Það er von stofnenda sjóðsins að hann verði vettvangur og farvegur fyrir fyrrum nemendur skólans og aðra hollvini hans að styrkja gott skólastarf
enn frekar.