Hleðslumótið í knattspyrnu hefst í Boganum í kvöld

Í kvöld hefst hið árlega undirbúningsmót knattspyrnuliða í meistaraflokki karla á Norðurlandi – Hleðslumótið 2012. Mótið er á vegum knattspyrnudómarafélags Norðurlands (KDN) og styrktaraðili þess er Mjólkursamsalan. Opnunarleikurinn er viðureign Þórs1 og Völsungs í A-riðli og hefst í Boganum klukkan 20:00 í kvöld. Rétt áður en leikurinn hefst mun fulltrúi KDN undirrita samning við Mjólkursamsöluna um nafn og styrktaraðila mótsins.

Liðin sem taka þátt að þessu sinni eru Dalvík/Reynir, KA1, KA2, KF, Magni, Völsungur,  Þór1 og Þór2. Þau skiptast niður í tvo riðla:

A-riðill: Dalvík/Reynir, KA2, Völsungur, Þór1

B-riðill: KA1, KF, Magni, Þór2. Öll liðin í hvorum riðli leika á móti hverju  öðru og að riðlakeppni lokinni leika liðin sem enda í sömu sætum í riðlunum um endanlegt sæti í mótinu. Leikirnir fara fram í janúar og febrúar.

Aðrir leikir fyrstu umferðarinnar eru sem hér segir:

B-riðill    lau 7. jan   14:15   KA1 – Magni

A-riðill   lau 7. jan   16:15   KA2 – Dalvík/Reynir

B-riðill   sun 8. jan  15:15    Þór2 – KF

 

Nýjast