Hlaupið upp tröppur Akureyrarkirkju í dag

Síðdegis í dag fer fram Kirkjutröppuhlaupið þar sem keppt verður í hlaupi upp tröppurnar við Akureyrarkirkju. Fyrsta formlega Kirkjutröppuhlaupið fór fram á Landsmóti UMFÍ nú í sumar. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og því hefur verið ákveðið að gera þetta að árlegum viðburði um verslunarmannahelgina.

Verðlaun verða veitt fyrir besta tímann og flottasta búninginn í dag og stjórnandi verður Abba á Bjargi. Keppnin hefst kl. 16:00 og stendur yfir í klukkustund.

Nýjast