"Það minnsta sem við getum fengið fyrir "kreppuna" er að hlæja dátt og slá okkur á lær svo úr blæðir". Meðal þess sem fjallað verður um í uppistandinu eru fjölmiðlar, listalíf, kexruglað kynlíf, Bubbi Morthens, íþróttir og uppeldismál, að ógleymdum útrásarvíkingum og efnahagsmálum. Ertu nokkuð búinn að fá nóg af að gráta, gnísta tönnum og svekkja þig í hel á ástandinu? Ábyggilega ekki, en núna er komið að milliuppgjöri þjóðarinnar í baneitruðum húmor, sem framreiknast á sexföldum stýrivöxtum og í þúsund ára "ógesslega einlægri" viðskiptavild. Við opnum ótakmarkaðar lánalínur á hláturgas, allt á kostnað annarra að sjálfsögðu. Húmorinn kostar líka sitt enda getur hann ekki án okkar vitleysu verið. Listasafnið á Akureyri ber alla ábyrgð á þessum viðburði en enga ábyrgð á því sem þar verður sagt, segir í fréttatilkynningu. Aðgangur er ókeypis og ekki fyrir viðkvæma.