HK Íslandsmeistari karla í blaki

Mynd: Þórir Tryggvason.
Mynd: Þórir Tryggvason.

HK tryggði sér Íslandsmeistaratitil karla í blaki eftir 3-1 sigur á KA í KA-heimilinu í dag í öðrum leik liðanna í úrslitum. HK vann fyrri leik liðanna 3-0 og einvígið 2-0. KA vann fyrstu hrinuna í dag, 26-24, en HK næstu þrjár, 25-12, 25-12 og 25-22. KA saknaði sárlega Piotr Kempisty, stigahæsta leikmann Mikasa-deildarinnar í vetur, sem lék ekki með liðinu í dag vegna meiðsla og munaði um minna fyrir norðanliðið.

Nýjast