Þau hjón áttu langa samleið og farsæla starfsævi. Tryggvi var flinkur vélamaður, rak verkstæði í Lundargötunni og fór vítt um sveitir til að gera við landbúnaðarvélar. Margrét vann á saumastofu Heklu og síðar hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Félagið hyggst nýta gjöfina til kaupa á tækjum og til að styrkja starfsemi félagsins. Markmið Hjartaverndar Norðurlands er að hlúa að fovarnarstarfi og lækningum varðandi hjarta-og æðasjúkdóma á félagssvæðinu. Ólafur Sigurðsson læknir var lengst af formaður félagsins sem hét Hjarta- og æðaverndarfélag Akureyrar og nágrennis. Nafnið Hjartavernd Norðurlands hefur verið tekið upp. Núverandi formaður er Snæbjörn Þórðarson.
Félagið hefur oft stutt tækjakaup til lækninga á hjarta- og æðasjúkdómum, lagt fé til stofnunar HL stöðvarinnar að Bjargi, í sundlaugina á Kristnesi og til forvarnastarfa. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Stássinu/Greifanum kl. 20.00 á morgun þriðjudaginn 20 október.