Hitinn 21 stig í dalverpinu

Það er hlýtt í dalverpinu þar sem Húsavíkurkirkja stendur. Mynd/epe
Það er hlýtt í dalverpinu þar sem Húsavíkurkirkja stendur. Mynd/epe

Það er óhætt að segja að sumarið sé að minna á sig á Húsavík í dag eftir óvenju mildan vetur. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands mældist hitinn 20,9 gráður á celsíus kukkan 12 á hádegi. Það er þó líkast til ekkert að marka, því eins og veðurfræðingurinn sagði um árið þá er hitamælirinn staðsettur í dalverpi við Húsavíkurkirkju en ekki niður við sjó og gefur því ekki rétta mynd af hitastiginu í bænum.

Það má hins vegar færa fyrir því ágætis rök að Húsavíkurkirkja sé nokkuð miðsvæðis í bænum. Dalverpið tíðrædda er því væntanlega miðbær Húsavíkur og hitastigið í miðbænum er staðfest 20,9 gráður, burt séð frá því hvaða hitastig mælist fyrir neðan bakka. 

Nýjast