„Ég held að það sé samt óhætt að segja að þetta sé yfir höfuð búið að vera mjög góð heyskapartíð. Það var að vísu kal á túnum á einstaka bæjum, bæði á Árskógsströnd og í Svarfaðardal, og það var býsna mikið skemmt á sumum bæjum. Heyið er hins vegar gott á flestum stöðum, það held ég að sé óhætt að fullyrða. Það er mjög góð spretta og menn fara að huga að seinna slætti um mánaðamótin, svona þeir allra fyrstu," segir Ólafur.