Hermann Jón Tómasson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður bæjarráðs, tekur við starfi bæjarstjóra á Akureyri á
fundi bæjarstjórnar þann 9. júní nk. Hann tekur við starfinu af Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins, sem tók við starfinu af flokksfélaga sínum Kristjáni Þór Júlíussyni í ársbyrjun 2007.
Hermann Jón verður því þriðji bæjarstjórinn á kjörtímabilinu og mun hann gegna stöðunni í um eitt ár,
eða fram að sveitarstjórnakosningunum vorið 2010. Hvorki Sigrún Björk né Hermann Jón munu taka biðlaun.